mánudagur, 1. febrúar 2010
Dagur eitt, vika þrjú og ég slasa mig. Hér er fljúgandi hálka og því miður hnykkti ég í hnéð þegar ég lagði af stað í morgun. Ekkert alvarlegt en nóg til að ég snéri við og þrykkti bara í annan tíma hér heima í EA active. Ég vil frekar bíða í einn eða tvo daga á meðan hálkan fer en slasa mig alvarlega og þurfa að bíða miklu lengur. Og svo þarf að spýta í lófana því ég er búin að skrá mig í Race for Life í lok Júní. 5 kílómetra hlaup til að safna pening fyrir Cancer Research UK. Að hugsa með sér. Ég, í alvöru hlaupi. Það má að sjálfsögðu labba en takmarkið mitt er að geta hlaupið í allavega 30 mínútur stanslaust þegar að því kemur. Þetta er nú aldeilis spennandi. Jæja, best að fara í vinnuna hlaðin spínati, feta og kjúklingabringum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Frábært framtak! Ég skal hlaupa/labba hérna megin við hafið 5. júní, þér og krabbameinsrannsóknum til stuðnings!
Skrifa ummæli