sunnudagur, 31. janúar 2010
Eftir gríðarlega yfirlegu er vikumatseðillinn svona nokkurn veginn tilbúinn. Mér tekst ekki alveg að halda mig við fyrirfram ákveðna skammta. Það er ekkert mál að halda sig við 160 grömm af kolvetni, ég er meira að segja hálf hissa hvað það var auðvelt að halda þeim hluta matseðilsins fínum, ég hélt að það yrði miklu flóknara að skera kolvetnin í burtu. Erfiðleikarnir koma þegar að próteininu kemur. Ég bara kem ekki meira af því ofan í mig án þess að fara langt yfir fituskammtinn. Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða og læra svona as I go along. Sem stendur er á listanum hafragrautur, kotasæla, baunir í ýmsum formum, edemame, kjúklingabringur, quinoa, spínat, grískt jógurt, grænmeti, þýskt brauð, hnetur og ýmislegt fleira. Ég þarf allavega þessa viku til að breyta og bæta og venjast að hugsa í fæðutegundum frekar en kalóríum og svo sjáum við hvað setur. Þetta er allavega svaklega spennandi. Meira spennandi en veðrið, hér snjóar aftur. Uss og svei.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Flókið en spennandi!
Ohh, ég er svo fávís. Hvaða fæða (önnur en pasta og kartöflur) eru með miklum kolvetnum?
Það eru kolvetni í öllu. Nema kjöti og fiski. Ávextir eru nánast bara kolvetni, og allt sem inniheldur sykur; súkkulaði og lakkrís og sulta. Kökur og kex og brauð og hrísgrjón. Og það er ekkert að því að borða kolvetni, maður á að borða mikið af grænmeti og bara passa að maður sé ekki stanslaust að fylla diskinn sinn af hvítu hveiti og sykri.
Skrifa ummæli