miðvikudagur, 10. mars 2010

Ég er í fríi. Ég er hætt í einni vinnu og ekki byrjuð í annarri. Ég er að skrifa litla ritgerð en hún er ekkert að vefjast neitt fyrir mér, ekkert mál. Ég lyfti og ég hleyp, ég hef ekkert slakað á þar neitt. En ég er í fríi. Og mig langar til að vera í fríi. Mig langar til að slaka á og lesa bók og horfa smá á sjónvarpið og mig langar til að fá mér kannski eina brauðsneið meira en ég væri vön. Er ég að afsaka mig eða er þetta eðlileg hegðun? Á mánudaginn þegar ég byrja í nýrri vinnu þá byrjar ný rútína sem verður allt öðruvísi en sú sem ég er komin upp á með núna. Er í lagi að slaka aðeins á taumunum núna í nokkra daga áður en nýja rútínan byrjar? Ég er ekki að tala um Lion Bar og Snickers í morgunmat, ég er bara að tala um að ég fái að hætta að hugsa í nokkra daga. Ég geri fyllilega ráð fyrir því að það þýði að ég léttist ekki þessa viku en þarf maður ekki stundum bara að setjast niður og slaka á og safna kröftum fyrir næstu lotu? Eða er ég bara að leyfa letinni að taka yfir á meðan ég er í fríi og er með afsakanir?

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég held að "allir" breyti hegðunarmynstri sínu, í fríi, að einhverju leyti. Þú ert ekkert öðruvísi en aðrir.
Nema þú ert frábærari. Ég á allavega ekki neina eins stelpu!!!

Harpa sagði...

Njóttu þess að vera í fríi. Það tekur svakalega á að byrja í nýrri vinnu ;-).

Nafnlaus sagði...

Stundum langar manni hreinlega að vera í fríi líka frá því að vera alltaf á varðbergi gagnvart matnum. Vera bara eins og ,,hinir".

Kv. Una