fimmtudagur, 11. mars 2010

Tveir dagar í mínus = eitt kíló í plús. Hver segir að ég kunni ekki algebru?! Þetta er formúlan og hver er ég að skorast undan stærðfræðinni? Ef ég ræki meðferðarstöð fyrir akfeita þá myndi ég byrja á því að kenna fólkinu mínu að það er bannað að fá samviskubit. Bannað að refsa sjálfum sér og bannað að fyllast sjálfshatri og vonleysi. Ég myndi eyða heilli viku í æfingar sem lytu að þessu. Enginn mætti byrja í megruninni áður en þeir gætu sannað að þeir gætu fallið fyrir freistingu, þurrkað svo súkkulaðið af kinninni, burstað molana af bringunni og haldið svo ótrauð áfram. Afþví að það eina sem gerist þegar sjálfsásakanir, sjálfshatur og samviskubit tekur yfir er að maður segir við sjálfan sig að maður sé ekki þess virði, að maður sé aumingi og að maður geti allt eins haldið áfram að borða. Og það er það sem ekki má gerast. Þannig að ég viðurkenni að ég hafi borðað köku á mánudaginn og snakk á þriðjudaginn og súkkulaði í gær. Og þessvegna gerði ég ráð fyrir að ég myndi þyngjast aðeins í dag. En það skiptir bara ekki nokkru máli vegna þess að ég fyrirgaf sjálfri mér og svo held ég bara áfram. Ég held bara áfram.

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Júarðeklevestmæderdarlingdabbiló!!