mánudagur, 8. mars 2010

Í dag er síðasti dagurinn í vinnu hjá Bretadrottningu. Þetta er skrýtinn dagur fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi þá eru flestir ríkisstarfsmenn í verkfalli í dag. Mótmælin snúast um lækkun á eftirlaunum og lokunum á skrifstofum. Sem lýtur að sjálfsögðu að mér. Ég get hinsvegar ekki tekið þátt í verkfallinu þar sem ég er ekki í stéttarfélagi. Ég þarf þessvegna að brjótast í gegnum "picket line" til að komast til vinnu í dag. Og ég er búin að kanna hvað myndi gerast ef ég tæki þátt án þess að vera í stéttarfélagi; ég fengi ekki meðmæli. Sem gengur að sjálfsögðu ekki upp. Í öðru lagi þá er Nicky, yfirmaður minn gersamlega búin að tapa glórunni. Ég hef áður minnst á að hún sé ekki starfi sínu vaxin og alger tík en hegðun hennar á föstudagskvöld tók út fyrir allan þjófabálk. Það er svo komið að ég er svo fegin að sleppa þaðan svona nokkurnvegin með alla útlimi og sálina í einu lagi að mér er sama um að launin lækki um rúman þriðjung. Það kemur sá tími að maður verður að leggja verðmat á sálarheill og vellíðan. Ég er komin með nokkuð gott plan sem þýðir að fara í ræktina fyrir vinnu og taka lestina klukkan sjö og mér sýnist að þetta eigi allt saman að ganga glæsilega upp hjá mér. Ég hlakka orðið bara til að fara í nýju vinnuna. Svo á ég líka núna vikufrí, byrja ekki fyrr en 15. mars hjá Lloyd´s. Heppin er ég alltaf hreint.

Ekki heppni samt hvernig ég er í dag. Ég fór aðeins yfir um á fíkniefnaneyslu í gær og er núna með gígantísk fráhvarfseinkenni. Er að berjast en nenni ekki að "fight the good fight" í dag. Svona eru þeir sumir dagarnir. Ég hljóp í morgun og er búin að borða fínan morgunmat og er búin að búa til salat í hádegismat en hjartað er bara ekki í þessu. Mig langar í smjörbakaðan flapjack og karamellur frá Thornton´s. Svona er líf fíkilsins. Sumir dagar eru góðir, suma daga sér maður ekki tilganginn. Er ég alveg hrikalega sjálfhverf ef ég set 95 kílóa myndina á vegginn fyrir framan mig til að minna mig á tilganginn?

1 ummæli:

Harpa sagði...

Settu myndina bara út um allt, við höfum bara gaman af því! Hún er líka svo flott!

Góða skemmtun á síðasta vinnudeginum. Í dag er líka minn síðasti dagur í löngu en ljúfu fæðingarorlofi.