þriðjudagur, 16. mars 2010

Mér líst alveg hreint ágætlega á nýju vinnunna. Lloyd´s Banking Group samanstendur af mörgum bönkum og þeir eru nýbúnir að sameina allt batteríið. Ég er að vinna hjá þessu batteríi. Ég vinn því í fjármálastofnun frekar en í banka, ég hitti enga viðskiptavini. Ég er að vinna með tíu öðrum nýjum starfsmönnum í nýrri deild sem í raun var flutt til Chester frá Birmingham. Skrifstofusvæðið er mikð flæmi, þrjú háhýsi í þyrpingu alveg við hliðina á lestarstöðinni í Chester. Við erum með fínan restaurant á svæðinu og Starbucks sem gæti verið hættulegt fyrir budduna mína. Mér líst ágætlega á samstarfsfólkið þó svo að það sé enginn sem enn svona grípur mig svona eins og gerðist með Kelly og Claire í gömlu vinnunni. Allt er voða fínt og flott og allir fallega klæddir sem ég er að fíla. Ég get enn ekki sagt mikið um starfið sjálft, næstu tvær vikurnar eru bara stíf starfsþjálfun áður en ég fæ að glíma við starfið sjálft. Ég þarf að venjast núna alveg upp á nýtt lífstílnum. Það er líkamsræktarstöð á svæðinu sem ég hef í hyggju að nýta mér fyrir vinnu en er að bíða eftir að fá starfsmannapassa til að komast þar inn. Ég þarf líka að venjast að búa mér til hádegismat á kvöldin þar sem ég er farin út klukkan hálf sjö á morgnana. Svo þarf ég að venjast að elda kvöldmat handa mér og Dave, var náttúrulega orðin vön að fá mér bara salat eða eitthvað létt á kvöldin í vinnunni. Það er heilmikið að spá í þessa viku og ég er í ofanálag að ná mér eftir alveg gígantískt "binge" um helgina. Ég er að tala um að ég þyngdist um rúm 2 kíló á tveimur dögum kind of a binge. Ég er smá skrýtin akkúrat núna á meðan að ég er í fráhvarfi, um leið og ég er búin að koma allri drullunni úr sýsteminu get ég betur séð hvað ég þarf að gera og plana og þessháttar.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Þetta hljómar vel. Þú riggar upp einhverju skipulagi. Bara best að byrja strax því það er erfitt að breyta útaf vananum.

Ég var svo stressuð um helgina að vera búin að undirbúa allt fyrir vikuna að það er eiginlega of rólegt hjá mér ef svo má segja.

luv
H