sunnudagur, 14. mars 2010Á veitingastaðnum hékk þessi ljósmynd upp á vegg af tveimur kumpánum sem við Dave skýrðum Jones the Drunk og Jones Down the Pub. Myndin er tekin um aldamótin og sýnir þá félaga í gapastokki sem á er letrað "Drunk Again". Greinilegt að eitthvað hafa þeir skemmt sér þann daginn. Lúkas vildi fá að vita hvað þeir höfðu gert til að komast í þessa klípu og Dave útskýrði fyrir honum að mennirnir höfðu fengið sér of mikinn bjór. Lúkasi fannst mikil mildi að ég væri ekki í stokknum með mönnunum enda hafi ég farið út á föstudaginn og "mamma, she likes to be drunk!" Það sem börnum dettur í hug!

Engin ummæli: