sunnudagur, 14. mars 2010Í tilefni þess að hér er haldin heilagur Mæðradagur í dag buðu Láki og Dave mér út að borða á The Corn Mill í Llangollen. Þetta er gamall siður að halda upp á mæðradag, kemur frá því að vinnuhjú fengu frí þennan dag til að fara í messu í "Móður kirkjuna" eða "Mother Church" og svo var tíminn líka notaður til að heimsækja fjölskylduna. Með minnkandi kirkjusókn færðist svo orðið mother church yfir á mömmuna. Sem hentar mér ægilega vel svona af því að ég er mamma og fæ út úr þessu parmaskinkuvafinn skötusel í aðalrétt og sticky toffee pudding í eftirrétt. Það er líka alltaf voðalega gaman að fara til Llan, þar er ægilega fallegt og svona "quirky" og alltaf eitthvað að gerast. Ég líka búin að jafna mig á þynnkunni en við fórum á ægilegt skrall við gömlu vinnufélagarnir mínir svona til að styrkja vinaböndin. Það er nú fátt sem treystir þau meira en gott fyllerí. Ég held að hér sé ég komin með góðan hóp sem vonandi á eftir að halda aðeins í. Ég er bara svo hrikalega léleg að halda sambandi við fólk. Finnst vont að tala í síma og er voðalega heimakær. Vonandi bara að þau haldi sambandi við mig.

Ég fór svo á fimmtudaginn í verlsunarleiðangur og keypti mér allt nýtt í fataskápinn fyrir nýju vinnuna. Nú á ég bara buxur í stærð 16 og fínar vinnuskyrtur og vinnukjóla. Ég henti aftur út allskonar drasli sem er orðið teygt og of stórt. Mikið sem ég er ánægð með skápinn núna, allt pínkulítið og snyrtilegt. Og svo bara hlakka til að komast í 14. Og svo 12. Og þá erum við orðin nokkuð sátt. Og vonandi að það gerist ekki alveg strax því ég á ekki fyrir meiri fötum í bili!

1 ummæli:

Harpa sagði...

ohh, hvað ég öfunda þig af nýja fataskápnum. Þú verður aðalgellan í Lloyds!