fimmtudagur, 18. mars 2010

Og að lokum ein sú mesta jömmí uppskrift sem ég hef séð og smakkað lengi. Hún var á netinu en ég finn ekki upprunalegu uppskriftina. Ég er svakalega hrifin af baunum og nota þær svakalega mikið sem hátrefja-og prótínuppsprettu. Og í allskonar samsetningum. En þetta er svo gott að ég veit bara varla hvert ég á að snúa mér. Þessar má borða heitar sem meðlæti eða heitar með allskonar grænmeti sem aðalrétt eða kaldar út á salat eða bara hvað sem manni dettur í hug. Ein matskeið fljótandi hunang, ein teskeið dijon sinnep og ein teskeið wholegrain sinnep, salt, pipar, timjan og sletta af ólívu olíu allt blandað saman. Vatninu hellt af dós af smjörbaunum (butterbeans, svona feitar, stórar, hvítar baunir) og baunirnar þaktar í sinnepsblöndunni. Strá smá timjan yfir, og setja svo í hálftíma inn í 190 gráðu ofn. Namm og namm og namm.

Engin ummæli: