miðvikudagur, 3. mars 2010Svona á maður sko að byrja daginn. Lyftingar og svo grísk jógúrt, banani, möndlur, smá kanilhafrar og 2 hakkaðar döðlur til að fá sæta bragðið. Og að sjálfsögðu hálfur lítri af kaffi. Svona um það bil. Kanilhafrar eru haframjöl ristað á pönnu með kanil og smá agave. Ég fæ mér svoleiðis voðalega oft. Rista bara fjóra 30 gramma skammta í einu og á svo tilbúið í dós. Ég held að morgunmatur sé orðin uppáhalds máltíðin mín. Eins og ég strögglaði við að koma mat ofan í mig að morgni til hér til að byrja með þá finn ég að ég hlakka orðið til að fá þessar samsetningar mínar, smoothies, grískt jógúrt með endalausum valmöguleikum á gúmmelaði til að setja út á og svo hafragrautarnir mínir, með allskonar bragðarefum. Þvílík veisla!

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Þetta hljómar vel...ristaðir hafrar með kanil....ummmm og grísk jógúrt.Ég verð að prófa að meðhöndla hafrana svona.
En það er nú ekki stór skammturinn í skálinni þinni!!