þriðjudagur, 2. mars 2010Alveg sannfærð um að öll mín vandræði stemma frá heilanum ákvað ég fyrir nokkrum vikum að ég þyrfti að laga í mér heilabúið. Og að það myndi gerast með því að fara í Cognative Behavioural Therapy (Íslensk þýðing anyone?). Þar sem ég átti ekki fyrir heilum sálfræðingi keypti ég mér bara bókina. The Beck Diet Solution er skrifuð af Dr. Judith Beck sem er dóttir Dr. Beck sem var frumkvöðull á sviði atferlis sálfræði (?). Bókin byggist upp á að gera vissar breytingar á hugsanaferlinu og þar með breyta viðhorfi manns til matar og ofáts og líkamsræktar. Maður þarf t.d. að setjast niður til að borða hverja máltíð. Maður þarf að hrósa sjálfum sér. Maður þarf að mæla hversu svangur maður er í alvörunni. Maður þarf að skrifa niður markmið. Maður þarf að setja lykilorð sem eru hvetjandi. Maður þarf að skrifa hvetjandi skilaboð á litla miða hingað og þangað...hang on hang on! Þetta hljómar kunnuglega! Kemur ekki í ljós að ég var búin að finna upp á þessu öllu saman bara svona sjálf hérna heima. Ég er semsagt atferlissálfræðingur frá náttúrunnar hendi. Að vakna á morgnana og ákveða að gera sitt besta þann daginn, það er allt og sumt sem þarf til. Að gera sitt besta. Og það skiptir engu máli hvaða erfiðleikar það eru sem maður þarf að yfirstíga, maður verður bara að yfirvinna þá. Ég hélt til dæmis alltaf að ég væri verr sett en allt mjóa fólkið, það væri búið einhverjum hæfileikum sem mig vantaði. En svo kemur bara í ljós að mitt eina vandamál er að ég er gráðug og löt. Og það er mjög einfalt að laga það. Ég hef hemil á græðginni með því að æfa mig í að smásaman borða minna og letinni leyfi ég bara ekki að ráða. Um leið og maður er komin í vana með að gera eitthvað þá hættir maður að vera latur. Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt. En þetta er einfalt. Það er erfitt að vera feitur. Það er erfitt að grenna sig. Maður verður bara að velja hvorn erfiðleikann maður vill.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo frábær Svava Rán. Ég kíki hér inn á hverjum degi og vonast eftir því að smitast pínu og fara að hugsa svona rétt eins og þú. Eg hlýt að ná því einn góðan veðurdag :-)
Baráttukveðjur
Sandra Dís

Harpa sagði...

Þú ert snillingur!

Nafnlaus sagði...

Það eru nú ekki margir sem geta státað sig á því að vera atferlissálfræðingar af náttúrunnar hendi nema þurfa að fara í margra ára nám í Háskólanum,þetta sýnir enn og aftur hversu einstök þú ert og algjör snillingur.
Knús,knús
HH

Anna Helga sagði...

Þetta er svo flott orðað hjá þér þetta með að velja hvorn erfiðleikann maður vill. Það getur nefninlega verið jafn erfitt að vera feitur og það er að grenna sig.

Kveðja Anna Helga

Nafnlaus sagði...

Mikið var gaman að lesa þessa færslu, eins og allar reyndar.
Ég dáist að þér.

Kveðja,
Sigga Guðna