fimmtudagur, 8. apríl 2010

Ef sálfræðingur væri af einhverjum ástæðum staddur í baðherberginu mínu á fimmtudagsmorgni myndi hann, og það án þess að tvínóna við það, sjúkdómsgreina mig með akút OCD (obsessive compulsive disorder). Ég ætla nú ekkert að fara nánar út í ritúalið en get sagt að það tekur mig rétt undir sjö mínútum að vigta mig fyrir utan þann tíma sem það tekur mig að fylla svo töluna mína inn í fallega excel skjalið mitt. Allt þetta þýðir bara eitt; það er ekki hægt að hafa vigtunardaga á fimmtudögum. Ég bara hef ekki tíma áður en ég þarf að hlaupa í lest. Þannig að héðan í frá ætla ég að vigta mig á laugardagsmorgnum. Og þannig get ég velt mér upp úr túrettinu alveg út í eitt og notið þess. Þessi vika verður þessvegna smá svindl með nokkrum aukadögum, en svo jafnast það út. Og það er líka svo gaman að hrista aðeins upp í lífinu. Smá krydd í tilveruna! Ji minn eini.

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Bíð spennt eftir laugardeginum!!