miðvikudagur, 7. apríl 2010


Eins og ég borða mikið grænmeti og veit og skil hversu mikilvægt það er að hafa það sem aðaluppistöðu þess sem maður borðar, þá á sama tíma gleymi ég oft að nota það. Í hvert sinn sem ég borða grænmeti hugsa ég alltaf með mér hvað það er gott á bragðið en á sama tími langar mig aldrei í það. Eins og t.d núna í dag. Ég hafði tekið út nautahakk vegna þess að Dave var búinn að biðja um chili í matinn. Vanalega myndi ég borða nachos-flögur með chili og sulla yfir það heilli dós af sýrðum rjóma. En nachos er nú ekki lengur á boðstólum, háunnin vara, stútfull af salti, sykri og lélegum kolvetnum sem ég bara tími ekki nú orðið. Og ég hugsaði um þetta í allan dag. Hvað átti ég að setja í staðinn fyrir flögurnar? Mér finnast grjón bara ekkert góð, mig langaði ekki í bakaða kartöflu, mér finnast of miklar hitaeiningar fyrir litla fyllingu í brauði, fyrir utan að brauð gerir ekkert nema að kveikja í mér sykurlosta og einhvern vegin var ég bara ekki í stuði fyrir quinoa. Svo allt í einu laust lausninni niður! Kínakál! Gamla, góða kínakálið. Ég bjó þess vegna til þetta líka svaðalega chili sem reif í háls og tungu, slett ofan á hrúgu af kubbuðu kínakáli og ofan á það fór svo góð slumma af 0% grískri jógúrt. Þetta fannst mér gott. Ég fékk "kröntjs" áferðina sem mig vantaði með kálinu og sleppti hundruðum af innihaldslausum kalóríum. Lukkan yfir mér alltaf hreint.

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Lukkunarpamfíll!!

Harpa sagði...

Sæl sæl, ég held að það hafi aldrei liðið svona margir dagar án þess að ég hafi kíkt hér við. En hér er ég! Sniðugt ráð með kínakálið!

Luv
H

Nafnlaus sagði...

Ég glími einmitt baráttuna við salatið og kálið. Að því leyti að það kemur alltaf haus eða tveir í grænmetiskassanum okkar og það er bara hvorki löngun né uppskriftafrumleiki til að nota þetta. Ég skammast mín fyrir að viðurkenna að það hendir að að salatið/kálið lendir í moltuhaugnum óétið. Maður slær um sig, býr til moltu með ósnortu ökólógísku grænmeti ;-/
Kálknús
H