sunnudagur, 11. apríl 2010


Ég er hætt með vigtinni minni. Búin að segja henni upp, við erum ekki á föstu lengur, ég er laus og liðug. Ég gerði mér grein fyrir að samband okkar var ekki eðlilegt, hún hafði yfirhöndina, það var ekkert jafnvægi. Ég elska hana ennþá en ég gerði mér grein fyrir því að sambandið var ekki að gera mér neitt gott. Hún liggur inn á baðherbergi og lokkar mig og laðar með fögrum fyrirheitum en slær mig svo utanundir nánast undantekningarlaust og lætur mér líða eins og aumingja. Þetta er samband þar sem ég fæ lítinn stuðning. Ég er líka heltekin af henni og henni er alveg sama um mig. Ég stíg á hana fjórum til fimm sinnum á dag og stika svo um í þráhyggju minni þess á milli. Þetta gengur ekki lengur. Ég er búin að láta Dave fá hana til varðveislu og hún kemur bara út á laugardagsmorgnum. Ég verð að hætta að hugsa svona mikið um hana. Hætta bara cold turkey. Ég veit að þetta á eftir að vera erfitt, ég er með nagandi kvíða um að án hennar verði ég kærulaus og aðhaldslaus, en málið er að hún er ekki að gera mig hamingjusama. Ég ætla að treysta að ég sé búin að læra nóg um hvað ég má og hvað ég á að gera til að láta þetta virka án þess að refsa sjálfri mér á tveggja tíma fresti.

Öllu skemmtilegri fréttir eru svo að lærin á mér eru líka hætt saman. Eftir áratugi þar sem þau hafa legið utan í hvort öðru, nuddað sér saman og verið óaðskiljanleg, oft með sárum afleiðingum, (bókstaflega) eru þau smá saman að standa á eigin fótum, ein og aðskilin með engan stuðning frá hvoru öðru. Það sér í dagsbirtu á milli þeirra.

4 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég vona að lærin skilji í sátt, haldi áfram að vera vinir og skelli sér ekki í sambúð aftur.

Harpa sagði...

Þú ert nú meiri snillingurinn!
En ég tek undir með mömmu þinni. Þau hljóta að sjá að þau eru betri í sundur en saman. Það getur oft tekið nokkur ár fyrir par að skilja það ;-).

Guðrún sagði...

Ég er búin að hlæja fjórtán sinnum í dag að lærasögunni þinni. Farðu nú að finna þér útgefanda að metsölubók aldarinnar. Bara setja eins árs blogg í prentun og heimurinn liggur flatur.

Nafnlaus sagði...

hahahhaha