þriðjudagur, 13. apríl 2010


Það er eitthvað æsandi við að stíga á vigt. Ef maður hefur verið að passa sig er óttablandin vonin um að maður hafi lést eins og fiðrildi í maganum. Fara úr öllum fötum, pissa hverjum síðasta dropa, draga inn andann og stíga svo niður eins léttlega og maður mögulegast getur. Kreista aftur augun á meðan maður bíður þessi sekúndubrot eftir niðurstöðunni og vona og vona og vona. Og ef maður hefur lést er eins og maður hafi unnið lottó, en ef maður hefur þyngst frá síðustu talningu fær maður hnefahögg í magann, allt erfiðið er fyrir bý og fyrsta hugsun er hversu tilgangslaust verkefnið sé. Það sér það hver heilvita maður að fólk sem fer á vigtina eftir hvern kaffibolla og setur sjálft sig á svona tilfinningarússibana upp undir sex sinnum á dag, þarf að hugsa sinn gang. Líkaminn sveiflast í þyngd yfir daginn þannig að það er ekki hægt að fá "rétta" þyngd svona frá klukkutíma til klukkutíma. Nú er dagur tvö í þyngdarleysi og á sama tíma og ég sakna þess að vigta mig (þetta er jú bara enn eitt dæmið um fíkilshegðunina mína) þá er ég líka sannfærð um að þetta hafi verið besta hugmynd sem ég hef fengið lengi. Ég er svo nojuð yfir því að hafa ekki aðhaldið frá vigtinni að ég er búin að skrifa allt niður og spá og spekúlera í mataræðinu eins og ég á að gera alltaf. Og komst að því að ég er að borða of lítið. Ekki nema von að ég léttist hægt og illa. Líkaminn er í starvation mode. Þannig að ég þarf að smá auka neysluna núna til að koma brennslunni aftur í gang. Simple!

Ég er líka búin að koma æfingaprógramminu í gott form. Skipti dögunum í HIIT hlaup, sem er jafn erfitt og það er skemmtilegt; ég meina ég er að hlaupa á 8km/klst hraða á 8% halla! og svo beint úr því í heila mínútu af 11 km sprett. Svo hleyp ég líka fyrir þol, þá held ég mér á 8 km og 2% halla og reyni bara að lafa eins lengi og ég get. Við ætlum að reyna 30 mínútur á morgun. Og svo eru það lyftingar tvisvar til þrisvar í viku. Ég er pjúristi, vil engar vélar, bara lóð og stangir. Og veit bara ekkert skemmtilegra. Tók 40 kíló í réttstöðulyftu í morgun og það rumdi hreinlega í mér. Varð að taka á öllum mínum til að hnykla ekki vöðvana eftir á og segja eitthvað um að vera Íslendingur, strong and beautiful, svona til að hræða ekki Bretana. The strongest men and the beautifullest women. Það held ég nú.

2 ummæli:

Harpa sagði...

Ha ha ha ha, láttu þau bara heyra að þú sér a strong and beautiful viking! Þau hafa bara gott af því.

Nafnlaus sagði...

haha sé fyrir mér þetta með að hnykla vöðvana, mér líður oft svona :D alger snilld :D