miðvikudagur, 14. apríl 2010


Mikil dásemd sem grísk jógúrt er. Ég kaupi alltaf 0% Fage sem er flutt inn frá Grikklandi og ég sá svo í matvöruverslun á Krít. Ég ætla því að segja að Fage sé það sem Grikkir myndu kalla "jógúrt" og er rétt og sönn grísk vara. Fage er þykkara en annað jógúrt og mun súrara. Það minnir mig helst á skyr en ég verð nú samt að segja að ég myndi ekki nota skyr eins og ég nota jógúrtið. Ég set múslí út á það og borða í morgunmat. Ég set hvítlauk í það og nota sem hvítlaukssósu. Ég set hnetusmjör og sultu í það og borða sem nammi. Ég set döðlur út í það og nota sem sósu á ávexti. Ég hæri það við túnfisk og bý til túnfisksalat. Ég set það út í sósu, út í smoothie, út á chili í staðinn fyrir sýrðan rjóma. The possibilities are endless. Og ekki er hægt að rífast við næringarinnihaldið, fitulaust, nánast bara prótín og bara 75 kal í 150 gramma dós. Fage er þykkt, þannig að það er hægt að smella því úr dósinni og það heldur dósalaginu. Linast svo aðeins upp þegar það er hrært. Kannski að það líkist mest sýrðum rjóma. Það er allavega ekki eins og það sem er selt sem grísk jógúrt hér og er bara eins og náttúrleg jógúrt. Það er ekki sama varan. Fage jógúrtið er númer eitt á listanum sem ég tel upp þegar ég hugsa um hlutina sem ég á eftir að sakna héðan þegar við flytjum loks heim aftur. Ég veit ekki alveg hvað ég geri án jógúrtsins míns. Ég er á leiðinni inn í eldhús að ná mér í eina dós, ég ætla að setja nokkrar rúsínur og smávegis af kókós spæni út á. Himnasæla í dós.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Skemmtileg tilviljun. Við kaupum þetta jógúrt líka - í 1000 gr dósum - köllum það reyndar skyr og notum sem slíkt. Stelpurnar stappa ferska ávexti og setja útí ásamt smá slettu af hungangi.