laugardagur, 10. apríl 2010

Ég léttist um hálft kíló. Og mér finnst það bara ekki passa. Fyrir 6 vikum var ég 95 kíló. Fyrir fimm vikum var ég 97.5. Og svo er það búið að taka mig síðan þá að komast aftur niður í rúm 95. Plugging away. Málið er að þegar ég var 95 keypti ég mér voðalega fínan kjól í vinnuna. Hann var aðeins of þröngur yfir magann en ég hugsaði með mér að það væri bara fínt að kaupa hann og eiga svona sem metnaðarkjól. Og ég mátaði hann í morgun og hann smellpassar. Samt segir vigtin að ég sé þyngri núna en ég var þegar ég keypti hann. Hmmm... Ég veit að vöðvar vega meira en spik. En sjálfri finnst mér það hljóma eins og afsökun þegar fólk sem er enn svona mikið of feitt eins og ég er fer að tala um að það sé að bæta á sig vöðvaþyngd. Vöðvar flýta fyrir brennslu en þegar það er enn af svo miklu spiki af taka þá hlýtur að fara meira af fitu en maður hefur undan að byggja upp vöðva. Ég lyfti þrisvar í viku og ég veit að ég er að auka þyngdirnar og ég hef tekið eftir greinilegum vöðvum á upphandleggjum og kálfum. En ég trúi enn ekki að vöðvar útskýri afhverju ég léttist svona lítið og hægt. Ég borða 1500 gæða kalóríur á degi hverjum. Ég borða sterkju kolvetni einungis eftir æfingar. Ég borða 6 litlar máltíðir á dag. Ég hleyp samkvæmt HIIT (high intensity interval training) og ég lyfti samkvæmt prógrammi þrisvar í viku. Ég svindla á sunnudögum. Og ég gefst bara ekki upp. Hvað ég léttist í viku hverri skiptir í alvörunni ekki svo miklu máli. Ég vil miklu frekar einbeita mér að því hversu hraustari ég er og mæla það eins og t.d að setja mælistiku við hverja mínútu sem ég hleyp lengur, og mæla sjálfa mig svo samkvæmt fatastærðum. Og mæla sjálfa mig með hamingjustuðli sem ég hef sjálf fundið upp. I will just keep plugging away. Það sem er að angra mig er að ég á að vera að léttast meira. Ég hef greinilega skemmt eitthvað með öllum þessum endalausu jójó megrunarkúrum síðustu 25 árin. Og mig langar svo að komast að því hvað ég á að gera til að lagfæra þessu hægu brennslu. Vigtin er nefnilega sú mælistika sem ég á auðveldast með að skilja og sammerkja með. Þetta skiptir í alvörunni ekki máli, ég held ótrauð áfram. En mikið þætti mér nú samt gaman ef ég sæji vigtina verðlauna mér aðeins meira. Þetta er í alvörunni eins og að færa fjall með teskeið.

1 ummæli:

Einvera sagði...

Ohhh pirringur! EN til hamingju með hálfa kílóið!
Held nú að þú sért búin að ímynda þér ljóta mynd af feitu fólki að afsaka sig með vöðvamassa. Það segir sig nokkuð sjálft að kjólinn passar núna og sama er kílóatalan! Þú ert að minnka!!! Ég held að málið sé núna að alls ekki hætta þessu frábæra æfingaprógrammi, þessu glæsilega maraþoni og árangurinn kemur. Mundu bara alltaf..."Góðir hlutir gerast hægt" og það er ekki af ástæðulausu að þessi tilvitnun lifir! Hún er svo meira en sönn!!
Ég ætla að veðja á að þú takir næstu viku með trompi!
Keep on trucking!