Ljómandi góðir páskar að lokum komnir. Við fórum í bíó að sjá How to Train Your Dragon, sem var ljómandi skemmtun, rölt um Wrexham, rölt um Rhos-fjall, skinny latté á Neró, svaðalegt páskalamb og aaaalllt of mikið af súkkulaði. Ég var líka dugleg að hlaupa og í pilates þannig að ég geri bara ráð fyrir einu kílói eða svo í plús í refsingu. Ég er líka búin að taka góða ákvörðun og horfi núna björtum augum fram á veginn. Ég ætla að byrja upp á nýtt. Hætta að vera að velta þessu of mikið fyrir mér, hætta að spá í kolvetnum og próteini, hætta að hafa svona miklar áhyggjur. Bara gera það sem virkaði best í byrjun. Reyna að halda mig við 1500 kalóríur á dag og æfa eins mikið og ég get. Og leyfa sunnudögum að slafra upp í 2000. Svo er ég að vinna að því að losa mig við 10 pund fyrir 1. maí. Sem stendur er ég að vinna það veðmálið hands down því bara tilhugsunin um að hætta að reykja þeytir Dave í þvílíkt stresskast og kvíðahnút að hann reykir helmingi meira til að reyna að róa taugarnar. Meðan aftur á móti er ég búin að borða og æfa eins og ólympíufari í dag. Og mér líður svo vel núna. Ég ætla bara að slaka á. Þetta er ekki kapphlaup.
Ævintýri í grænu hafa beðið örlitla hnekki. Ég er hætt að kaupa lífræna grænmetiskassann minn, ég hef því miður þurft að skera niður svona ýmsa smáhluti eftir að hafa lækkað svona í launum. Og af því að ég fer aldrei í búð, kaupi bara allan mat á netinu, þá kaupi ég alltaf bara sama draslið. Hef þessvegna ekkert nýtt prófað í langan tíma. En sá svo þessi auglýst um daginn og bíð spennt eftir að þau komi í verlsanir. Pineberry var nánast útdautt í Suður-Ameríku þegar hollenskir bændur byrjuðu að gera tilraunir með að rækta þau. Hvít með rauðum kornum og bragðið víst meira eins og ananas en jarðaber. Ævintýralegt ekki satt?
2 ummæli:
Sýnist þú vera á réttri braut. Hef þó ekki hundsvit á þessu, held bara að hver verði að taka sína ákvörðun, hvernig hann vill hafa sitt líf og sinn lífsstíl. Þú átt eftir að geta miðlað reynslu þinni.
Duglega, frábæra stelpan mín.
Líst vel á þig skvísa!!! :) "Back to basics"
:)
Skrifa ummæli