föstudagur, 2. apríl 2010

Nú er lag að hífa sig upp á rassagatinu og fagna vorinu með góðum skurki. Hreinsa til í sálinni og skoða hlutina eins og þeir eru í alvörunni. Hlusta á góðar ráðleggingar þeirra sem þykir vænt um mig. Staðreyndin er að ég er búin að léttast um 30 kíló. Ég er langt frá byrjunarreiti þrátt fyrir að ég hafi verið að hugsa að undanförnu að ég hafi engu áorkað. Ég er 30 kílóum betur sett núna en ég var í mars í fyrra. Ég hleyp í hálftíma á hverjum virkum degi og lyfti svo þungum lóðum. Þetta geri ég án þess að spá mikið í það. Ég er hraustari og sterkari en ég var í mars í fyrra. Ég kann að elda ótrúlega góðan mat sem er samt hollur og góður. Ég kann mikið meira en ég kunni í mars í fyrra. Akkúrat núna er ég að borða fleiri kalóríur en ég ætti að borða. En ég hreyfi mig það mikið að það þýðir að ég er ekki að þyngjast. Ég sé að fyrr en síðar þarf ég að minnka matinn en það er ENGIN ástæða til að örvænta eins og ég er búin að vera að gera síðustu daga. Ég hef áður skrifað um viljastyrk og allt sem ég sagði þá stendur. Mig vantar ekki mojo, hvatningu eða viljastyrk. Ég þarf einfaldlega að hætta að taka slæmar ákvarðanir og fara að taka góðar ákvarðanir. Og hætta svo þessu djöfulsins væli. Ó, já og ég ætla að taka þátt í áskorun sem var beint að mér. Pick up the gauntlet. Dave hættir að reykja og ég léttist um 10 lbs fyrir 1. maí. Þetta er svakaleg áskorun og verðlaunin eru að hætta að reykja og léttast um tæp 5 kíló og hver vill ekki svoleiðis? Þetta allt saman hefur minnt mig á bjartsýnisröndina mína. Hér er ég, búin þessum ótrúlega eiginleika að geta séð endalausar bjartar hliðar á öllum málum, og gleymi því svo sjálf. Koma svo!

1 ummæli:

Asta sagði...

ÞARNA KANNAST ÉG VIÐ ÞIG, SYKURPÚÐI ;) Ástin og bjartsýnisröndin.... það er málið :*