föstudagur, 2. apríl 2010
Lúkas hefur frá nánast fæðingu verið heillaður af volcanos. Hann var sannfærður um að fjallið sem við búum við væri eitt slíkt og hann hefur alltaf verið sérlega ánægður með að Ísland væri fullt af volcanos. Hann býr sér til ímyndunarheim þar sem "lava" rennur stríðum straumum og hann á fótum fjör að launa. Það má þessvegna ímynda sér að hann er búinn að vera með á nótunum í fréttaflutningi frá Íslandi að undanförnu. Við horfðum saman á fréttirnar frá í gærkveldi núna í morgun. Þar á meðal var tekið viðtal við Ásmund Stefánson að mig minnir sem var titlaður Eldfjallafræðingur. Sá var með forláta loðhúfu á höfðinu. Ég segi við Láka að það væri nú flott að vera Volcano specialist; eldfjallafræðingur, fyrst hann sé svona spenntur fyrir jarðhræringum. "Yes," svarar barnið, "after all I´ve already got the hat!"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hahaahah dúllan :)
Eitt gullkornið enn í sarpinn!!
http://eldgos.mila.is/
Hann hefur þá gaman að skoða þessa síðu.
Hins vegar er útsýnið ekki gott núna, en það lagast!
Rétta dressið er auðvitað lykilatriði...það veit hann auðvitað :-) Knús á þig og þína!
Love, Lína
Incredible! This blog looks exactly like my old one!
It's on a totally different subject but it has pretty much the same page layout and design. Wonderful choice of colors!
My web-site - cellulite treatment cream
Skrifa ummæli