fimmtudagur, 27. maí 2010

Allri ofurvinnu lauk í gær og ég því frjáls til að rækta mig í morgun. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum lyfti ég lóðum en á þriðjudögum og fimmtudögum hleyp ég. Ég ákvað að halda bara því plani þó að mig langaði miklu meira til að lyfta enda farin að sakna járnsins. Aaarg aarg gargaði vekjaraklukkan á mig klukkan 5:40 í morgun og ég fór á fætur. Mig langaði ekkert svakalega í ræktina, ekkert svona frekar en mig langaði að mæta í vinnu en svona er þetta bara stundum, ég skorast undan hvorugu. Ég er búin að koma heilastarfseminni þannig fyrir að ég sé ekki mun á að mæta í rækt eða mæta í vinnu; óhjákvæmilegt bæði tvennt. Hinu verður svo ekki neitað að þá daga sem ég lyfti þá valhoppa ég hress og kát framúr og í rækt, en hlaup-dagana þarf ég að svona ýta mér áfram. Og það var erfiðara í morgun en oft áður, kannski eftir að hafa verið í fríi. Þannig að þegar maður bætir svo tímann sinn um heila mínútu þrátt fyrir að vera ekki í stuði þá verður maður bara enn kátari eftir á! Þetta er eins og súkkulaði, þetta er svo ávanabindandi. Ég er reyndar með smá verk í hnénu núna, er kannski búin að ofreyna það oggulítið.

En það er öllum sama um sár hné þegar maður fær fínt í matinn. Í kvöld svissaði ég lauk og völdu grænmeti, gulrætur, baunir, spergilkál, hvítlaukur, maís, saman á pönnu. Maukaði saman dós af kjúklingabaunum, 2 msk af grófu náttúrulegu hnetusmjöri, 1 eggi, ristuðum sesamfræjum, furuhnetum og sólblómafræjum og marókkóskri kryddblöndu. Hrærði svo grænmetið út í og mótaði 6 klatta sem ég bakaði í 40 mínútur inn í ofni. Spínatsalat með bulgur, hummus og kotasæla og hamingjan er mín. Í eftirrétt eru svo jarðaber og grísk jógúrt. Ofurgott.

Engin ummæli: