þriðjudagur, 25. maí 2010

Nú teygja angar ársins 2007 sig hingað enn frekar og ég komst í akkorðsvinnu svona út á það. Já, nú er svo mikið að gera við að afskrifa skuldir örsnauðs pöpulsins að ég komst í uppgrip. Ég sit sveitt við tölvuna og þeyti vöxtum og vaxtavöxtum út um gluggann frá klukkan sjö á morgnana og langt fram á kvöld, ég vinn meira að segja í hádeginu svona til að fá enn meiri yfirvinnu. Ég bara get ekki afþakkað svona tækifæri til að fá smá aukaaur en það þýðir að ég hef ekki tíma í ræktina. Það er ekkert ósvipað fyrir mér komið og þessu fólki sem á ekki fyrir reikningunum sínum. Í mörg á notaði ég kalóríur sem ég átti ekki fyrir. En nú er komið að skuldadögum og ég strita við að borga tilbaka það sem ég ofnotaði árum saman. Og það er nú fátt sem jafnast á við að vera skuldlaus. Verst bara að það getur enginn afskrifað mína vexti.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Flott að heyra, treysti á að þú notir kaupið til að kaupa miða til Íslands í sumar. Líst síðan vel á planið hennar Línu um að við tökum eitt hlaup saman þegar þú kemur. Þó það væri ekki nema að dröslast ruslarann. HH má vera á hjóli.