laugardagur, 8. maí 2010
Það er ýmislegt búið að gerast þessa viku sem vanalega hefði orðið til þess að ég sæti hérna núna með nagandi samviskubit og súkkulaði í munnvikjum og niður á höku. En án þess svo sem að skilgreina öllu frekar hvað ég er mikill lúsúúseeeeeerr og dvelja við það þá ætla ég frekar að einbeita mér af the big picture. Í síðustu viku léttist ég um 1.8 kíló. Í þessari viku léttist ég um akkúrat ekki neitt. Stóð í stað eins og þrjóskt múldýr. Þessar tvær vikur voru smá tilraunastarfsemi. Í þeirri fyrri voru einu kolvetnin sem ég fékk grænmeti og ávextir. Ég borðaði ekkert kornmeti. Ekkert brauð, hafra, kartöflur, quinoa, ekkert. Í þessari viku er ég hinsvegar búin að fá mér brauð þá daga sem ég lyfti og svo pasta á laugardagskvöldið. Og það er nokkuð ljóst að high protein, low carb er tvímælalaust leiðin til að léttast hratt og fallega. Hinsvegar er svo sú staðreynd að ég eeeeeehhhehelska brauð. Og hafra og kartöflur og quinoa. Og ég er ekki tilbúin í að borða ekki svoleiðis. Og að auki hef ég lesið rannsóknir sem sýna að fólk sem sker út kolvetni léttist mikið til að byrja með en þegar skoðað var árangur fólks sem einfaldlega hélt sér við 1500 kal á dag og borinn saman yfir 12 mánuði kom í ljós að fólkið hafði lést um sama kílóafjölda yfir allt. Þannig að ef maður vill sjá mega tölu á vigtinni þá á maður að sleppa brauðinu en ef maður vill langtímaárangur þá á maður að borða góðar 1500 kal. Ég er þessvegna búin að vera að reyna að finna hinn gullna meðalveg þessa viku. Hvað má ég borða mikið kornmeti þannig að ég sé bæði hamingjusöm og þannig að ég léttist eins mikið og hægt er? Og er bara nokkuð sátt við svarið. Ég minnka kornskammtinn aðeins í næstu viku og svo sjáum við hvað gerist með það. Svo reyndar verður meira cardio í næstu viku af því að það líður senn að Race for Life 5k hlaupinu og ég er enn föst á 23 mínútum. Ég ætla að reyna að taka aðeins á því. Ég fæ nú aðeins skjálfta við tilhugsunina um að hlaupa í alvöru hlaupi. Mamma mía!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli