mánudagur, 10. maí 2010
Þetta er ekki ég á myndinni. Ég er sko kjélling. Þessi á myndinni er hinsvegar fitt náungi að gera pull ups. En það sem við eigum einmitt sameiginlegt er að ég kann líka að gera svona pull ups. Ég er reyndar ekki jafn stóísk á svipinn og hann, ég er meira svona eitthvað að rymja og gretta mig, en það forðar því ekki okkur finnst þetta báðum jafn skemmtilegt. Ég nota líka mótvægi og sem stendur er ég með 70 kílóa mótvægi þannig að ég er að toga upp 25 kíló. En í hverri viku minnka ég mótvægið um 5 kíló og það ætti að enda með að ég geti gert þetta án aðstoðar. How cool is that? Það er gífurlegur misskilningur í gangi hvað varðar svona vöðvauppbyggingu. Þær hinar í ræktinni eru farnar að segja við mig að ég verði að passa mig á þessu annars verði ég of vöðvastælt bla bla ba, og það virðist engu máli skipta hversu oft ég segji að það er nánast útilokað fyrir konur að massa sig svo upp að þær verði eins og vaxtaræktarkappar. Meiri vöðvar þýða einfaldlega hraðari brennsla og betra þol, og til þess er leikurinn gerður að mínu mati. Ég held að mér finnist bara ekkert jafn kúl og að vera sterk og fitt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli