sunnudagur, 30. maí 2010
Mér sýnist að ég sé svona einna helst eins og íslenskir stjórnmálaflokkar. Segi fullt af fínum setningum sem þýða samt ekki neitt þegar maður spáir í það og hef hjakkað í sama farinu mánuðum saman. Er með ægilega fína stefnuskrá en ekki neinar sérstakar leiðir til að framkvæma loforðin. Er eins og heilög nunna alla vikuna en velti mér svo upp úr spillingunni þegar enginn sér til. En eins og Reykvíkingar ætla ég núna að segja fokk jú við sjálfa mig, velta mér úr sæti og kjósa nýtt afl inn. Og öfugt við sjálfstæðismenn þá skil ég fokk jú og þykist ekki hafa unnið neinn varnarsigur og ætla bara að hypja mig. Ég er búin að vera að ausa úr bátnum með hriplekri fötu og hef ekki unnið neinn varnarsigur með að standa í stað síðan um jól nánast. Nei, ég er bara búin að skíttapa. En skítt og laggó með það, ég er búin að fremja valdarán hérna og nú er bara gaman. Nýtt plan, nýr kraftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Frábær pistill, dúllan mín, frábær.
Skrifa ummæli