Slæmu fréttirnar eru að fíni viðtalskjóllinn minn heldur víst áfram að vera viðtalskjóll um tíma. Það er einfaldlega of mikil samkeppni um störf og fólk með mun meiri reynslu af stjórnun en ég að keppa um sama starfið og ég. Draga djúpt inn andann og leyfa vonbrigðunum aðeins að taka yfir, öll reynsla er til að læra af henni.
Góðu fréttirnar eru að ég hef enga löngun í að drekkja sorgum mínum í súkkulaði. Enga. Og ég er eiginlega svo glöð yfir þeirri tilfinningu að ég er næstum því ánægt að hafa ekki fengið vinnuna til að hafa uppgötvað þetta. Þvílíkur sigur! Ég er að upplifa tilfinninguna, ekki deyfa hana með sykurþoku. Þetta er sárt en ég get ekkert gert nema tekið sigurinn frá þessu. Er nokkuð hægt að komast nema upp á við héðan?
2 ummæli:
Hakuna matata!
Draumastarfið er handan við hornið....ég er viss um það. Gott hjá þér að láta þessar fréttir ekki slá þig út af laginu. Það er stór sigur :-)
Knús, Lína
Skrifa ummæli