sunnudagur, 27. júní 2010


Gífurlegur sumarhiti hefur líka í för með sér geigvænlega bjórdrykkju. Við vorum mætt til Kelly og Craig um 3 leytið í gær þar sem okkur þótti veðrið gott til grill og gleði. Krakkarnir hlaupandi um í garðinum með vatnsbyssur og hoppandi á trampólín og við fullorðna fólkið tókum þátt í vatnsslagnum líka. Þegar maður stendur við grillið í 30 stiga hita og fær "shandy" í hendurnar er ekki mikið annað að gera en að svolgra í sig. Shandy er uppáhaldssumardrykkurinn minn; bjór blandaður í límónaði. Létt og sumarlegt, en vandinn er að maður glúggar bara í sig og skyndilega var ég orðin svona líka ægilega hress. Sem betur fer fór eins fyrir hinum líka og ég hreinlega vissi ekki af mér af gleði og kátínu fyrr en klukkan var að ganga tvö um nóttina og ég og Kelly vorum farnar að gera æfingar á trampólíni. Þá er tími til að rölta sér heim á leið. Svona drykkju fylgir vanalega samviskubit og það sem ég kalla kemísku depurðina mína. En sem betur fer hefur það ekki komið í dag, ég er eins kát og get orðið. Það eina sem gerðist í dag var að ég var kannski ekki alveg með skynsemis takkann stilltann rétt og er búin að naga mig í gegnum einn Magnum ís, þó nokkuð af Pringles (oj bara) og smávegis af Cadbury´s Fruit and Nut. En mér er eiginlega alveg sama í dag, ég stend enn í stað, og er farin að hugsa með mér að ég eigi kannski bara að vera 95 kíló. Svo lengi sem ég fitna ekki er ég eiginlega bara sátt. Ég er hraust og fitt og falleg og 95 er damn side better en 130. Fyrir utan að þetta er eiginleg orðið svo niðurbrjótandi. Þessi stanslausa vinna, þetta stanslausa púl og ekkert gerist. En ef ég set heilann bara í þann gír að ég sé að vinna þetta mikið til að standa í stað þá líður mér kannski betur. Bara halda ótrauð áfram og munda að láta daginn í dag vera þess virði. You may delay, but time will not.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Djöfull hefði ég verið til í að vera með ykkur á trampolíninu þarna um tvöleytið ;-)