þriðjudagur, 29. júní 2010
Það hef ég grun um að ég sé góð eiginkona. Fótboltinn í sjónvarpinu, ég strauja vinnuskyrtur fyrir manninn, sem steinsefur í stólnum sínum og ég skipti ekki um rás. Hann þarf nú reyndar að sama skapi að þola margt frá minni hendi. Hann getur setið rólegur og hlustað á mig tala um mat, lífstíl, kolvetni og prótein, um milljón mismunandi aðferðir til að létta sig og hann kinkar kolli á réttum stöðum. Hann hvetur mig áfram og leyfir mér að svindla þegar ég þarf á því að halda. Hann dáist að vöðvunum mínum og best af öllu hann leyfir mér ekki að gefast upp þegar ég er alveg búin á því. Í allan þennan tíma núna sem ég er búin að vera í pattstöðu hefur hann hlustað á mig pæla í þessu fram og til baka algerlega að spýjubökkum og alltaf segir hann eitthvað uppörvandi og hvetjandi. Og núna þegar ég hef fundið kraftinn aftur, þegar ég er á útopnu og allt er glampandi hamingja minnir hann mig á að það er ekki lífspursmál að hafa lést um einhver x kíló á laugardaginn til að passa að ég verði ekki fyrir vonbrigðum svona ef ekkert gerist. Það er margsannað að fólk sem breytir um lífstíl í samvinnu við aðra, fær sér "megrunar-félaga" eða gerir þetta opinbert á einhvern hátt gengur mun betur en þeim sem ætla sér að gera þetta aleinir og upp á eigin spýtur. Þannig að þeim sem eru með aðdáendaklúbb heima hjá sér hlýtur að ganga alveg sérstaklega vel.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ofboðslega eigum við, pabbi þinn, góðan og frábæran tengdason.
Og vá hvað Dave á frábæra og góða konu :-)
Love, Lína
Sæl Svava Rán!
Þið eruð greinilega bæði vel gift. Ég er sammála þér að það getur enginn gert þetta án stuðnings. Ég dáist að þér og þú stendur þig vel. Ég kíki oft á bloggið þitt og eftir lesturinn verð ég jákvæð og bjartsýn.
Skrifa ummæli