mánudagur, 14. júní 2010
Kvöldmaturinn í gær var ægilega góður og meira að segja Dave var hæstánægður þó svo að kjötið hafi vantað. Ég svissaði bara á pönnu lauk, hvítlauk, papriku, courgette og aubergine og kryddaði aðeins til. Hellti svo út á pönnuna dós af tómötum og smá vatni og lét þetta þykkna. Bjó svo til fjórar holur og skellti eggi í hverja holu og lét malla þar til eggin voru elduð. Bar fram með grófu brauði og húmmús. Ég keypti mér grænmetisréttamatreiðslubók sem er uppfull af svona djúsí uppskriftum og ég er uppveðruð í tilraunastarfsemi. Fjarlægð frá mat er ekki góð fyrir mig. Í tvær vikur hélt ég mig frá mat, gerði sálrænar æfingar sem áttu að kenna mér að matur er bara eldsneyti ekkert meira, og það gekk vel og ég held að ég hafi haft mjög gott að setja hlutina aftur svona í samhengi en það sem mikilvægast er að ég er alveg orðin sannfærð að fyrir mig virkar miklu betur að vera í nálægð við mat. Matur verður fyrir mér aldrei bara eldsneyti. Mér finnst gaman að elda og spá og spekúlera og mínum tíma er miklu betur varið í að finna bara holla og góða uppskrift, hugsa um matinn og hlakka til að borða hann í eðlilegri skammtastærð frekar en í æfingar sem að lokum skila mér bara í geðveikiskasti sem endar í dós af Ben and Jerry´s.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Langt síðan ég hef skrifað kveðju til þín. Vildi stundum óska þess að þú byggir nær þannig að þú gætir boðið mér í mat. Alltaf að elda eitthvað spennandi :-)
Þú ert rosa skvísa á nýju myndinni....eins og auðvitað alltaf.
Skvísukveðjur,
Lína
Ohh, þetta hljómar ekkert smá girnilega. Það var svipaður réttur í boði í hádeginu á stað rétt hjá skólanum mínum í Mílanó. Fékk aldrei leið á honum (eggið var reyndar ekki). En hrikalega gott. Ég segi eins og Lína. Þú þarft að flytja nær okkur svo við getum komist oftar í mat til þín!
Skrifa ummæli