Ég var 94.5 kíló á laugardagsmorgun. Undir 95. Síðan í mars er ég búin að rokka upp og niður 97-95-97-95. Aftur og aftur og aftur. En mér líður eins og því tímabili sé að ljúka og þetta sé allt að koma núna aftur. Ég veit að þetta eru bara 500 grömm per se en akkúrat núna líður mér eins og að þessi 500 grömm hafi sömu merkingu og hin 30 kílóin sem ég er búin að léttast um. Það sem ég er ánægð með að ég hafi nennt að pusast þetta áfram án þess að sjá neinn árangur í allan þennan tíma. Það hlaut að koma að þessu fyrr eða síðar. Hugsa með sér ef ég hefði gefist upp og fitnað aftur! Það hríslast um mig svona viðbjóðshrollur við tilhugsunina. Ég var orðin vön því að vera feitust hvert sem ég fór. Allstaðar var ég stærst. Og það var bara hundleiðinlegt að vera alltaf feitust. En núna leik ég mér oft í leiknum "Hver er feitari en ég?" og það er bæði gaman og leiðinlegt að segja frá því að ég þarf ekki að leika lengi áður en ég finn feitu kellinguna. Gaman fyrir mig en leiðinlegt fyrir feitu kellinguna. Er ég rosalega vond?
Skólinn hans Lúkasar hélt skemmtun á föstudaginn. Um leið og ég kom heim úr vinnu röltum við okkur aftur upp í skóla til að vera með. Skólinn þarf að safna pening fyrir ýmsum hlutum sem bæjarfélagið borgar ekki og svona hátíðir eru ágætis fjáröflunarleið. Lúkas fór í hoppukastala og fékk ís og svo fengu allir grillmat. Það sem var merkilegt við þetta að það var boðið upp á bjór og vín. Foreldar voru þarna röltandi um skólalóðina með bjór. Ekki held ég að það myndi gerast á Íslandi. Og svo var líka svona líka fínt að leika leikinn minn þarna. Ég bara vann og vann og vann. Jíha!
3 ummæli:
Þolinmæði þrautir vinnur allar. Til lukku duglega frábæra stelpan mín!!
Mér finnst þú alltaf flottust :D
He he, það er alltaf gaman að vera ,,the winner."
Skrifa ummæli