sunnudagur, 11. júlí 2010

Ég verð stundum svo reið út í lífið að hafa gert mig eins og ég er. Mér finnst þetta svo óréttlátt. Að þurfa að vigta, telja, mæla. Að mega aldrei bara slaka á... En þegar ég byrja að hugsa þannig (og kreeiiiiisí hugsanir eins og að ég ætti bara að byrja að reykja aftur til að léttast) þá er tími til kominn að minna mig á af hverju ég er að þessu. Þá skoða ég myndir eins og þessa hér til hliðar og man að ég er laus úr fangelsi. Fanglelsi vegna þess að ég var ekki frjáls til að gera allskonar hluti, hreyfa mig, beygja mig og sveigja, ég var ekki frjáls til að líða vel. Þegar ég man eftir svita á milli fitulaga, að geta ekki beygt mig niður til að raka fótleggina, og svo sérstaklega þegar það er tilefni til að hafa sig til. Við fórum út að borða í gær í tilefni 5 ára brúðkaupsafmælisins og ég get varla líst tilfinningunni að smyrja mig alla með kremum án nokkurra vandkvæða, að smeygja mér í pínulítinn kjól og 10cm hæla og líta svo í spegil og segja við sjálfa mig að ég sé fín og flott og að Dave sé stoltur að hafa mig upp á arminn. Þetta er svo gott. Og þetta er allt þess virði. Og þegar ég lít í spegilinn og er svona stolt af sjálfri mér þá hugsa ég með mér að lífið sé bara alls ekki óréttlátt. Ég er nefnilega svo heppin að vera svo vel gerð að ég get talið, vigtað og mælt. Ég er nógu vel gefin til að skilja hvernig þetta virkar. Ég er nógu sterk til að gera það flesta daga.Hvað ég er þakklát fyrir að þurfa að vigta, telja, mæla því það hefur frelsað mig og það gerir mig að manneskju sem finnur tilfinningar sínar en borðar þær ekki. Þetta er allt annað líf. Bókstaflega.

3 ummæli:

Harpa Sif sagði...

Það er magnað að lesa pistlana þína :) þú stendur þig frábærlega og ert flott kona.

Nafnlaus sagði...

Þú ert FRÁ-BÆR!!!!!!!!!!!!!

ragganagli sagði...

AMEN SISTAH!! EIns og oft og ég bölva því að vera með fitubollu inni í mér sem vill ekkert frekar en að komast út þá þakka ég líka fyrir það, þar sem þessi tilhneiging til að fitna heldur mér á mottunni í hollu mataræði og hreyfingu. Það gerir mig hrausta og fitt og mun örugglega eiga betra líf, jafnvel lengra en þeir sem eru skinny-fat og komast upp með að vigta ekki matinn sinn.

Áfram stelpa, stendur þig glæsilega!!