mánudagur, 9. ágúst 2010



Það hefur verið sjéllega klént sumarið hér á Bretlandseyjum. Og ef ég má segja mína meiningu þá bara nenni ég ekki þessu lengur og vona bara að veturinn fari að koma. Mér finnast sumarföt alveg glötuð á miðað við haust-og vetrarlínurnar og ég á líka svo fínan hatt frá Farmer´s Market sem ég bara get ekki beðið eftir að byrja að nota. Hvað sem því líður þá var hér núna bara afskaplega fallegt sumarkvöld. Og ég hugsaði með mér að það væri að fara að líða að síðasta sjens á að bera fram sumarlega rétti. Eins og þennan geðveika eggaldinrétt sem ég aðlagaði að mínum ísskáp frá uppskrift á netinu. Skera niður eitt eggaldnin í 2 cm þykkar sneiðar. Salta aðeins og leggja svo á eldhúsrúllu til að sjúga út vökva. Láta vera í hálftíma. Þegar sneiðarnar eru orðnar þurrari velta þá upp úr eggi og svo smávegis röspuðum parmesan. Steikja á báðum hliðum upp úr smá olívu olíu eða rapeseed olíu. 3 mín á hvorri hlið eða svo. Hrauka spínati á disk og leggja sneiðarnar þar ofan á. Ofan á hverja sneið fer sneið af ferskum mozzarella og tómatsneið. Rifið yfir ferskan basil og svo slettur af balsemic. Geðveikt, geðveikt. Dave fékk smá kjúklinga bringu með en ég fékk mér bara sneið af þýsku brauði. Það er örugglega gott að nota þetta sem forrétt eða þá eins og ég gerði sem aðalrétt og þá með salati og smá brauði. Mmmmmmmm.

2 ummæli:

Harpa sagði...

Ég þarf að láta þig hafa uppskrift af Melanzane Parmigiana. Það var uppáhaldsmaturinn minn þegar við bjuggum í Milano. Ekkert ósvipað sumarréttinum þínum.

Hanna sagði...

*Snilld* - aldrei að vita nema ég prófi þetta ;-)

Kossar og knús
H