laugardagur, 28. ágúst 2010

Mægðin á leið í bæjaferð.
Ég keypti mér hjá henni Auði minni þennan dýrindis jakka nú þegar ég var á Íslandi. Jakkinn er klárlega uppáhaldsflík, það er alveg sama í hvað ég fer undir hann, hann gerir afganginn af átfittinu flott. Og ég virka alveg þvengmjó í honum. Hann er eins lítill og hann má vera á mér án þess að vera of lítill og ég hugsa að ég eigi dágóðan tíma eftir í honum ennþá áður en ég verð of hoj og slank. Mér datt samt í hug um daginn þegar ég var að dást að jakkanum að ég á fullt af fötum sem voru uppáhaldsflíkur sem nú eru of stór. Fíni Donna Karan jakkinn minn, leðurjakki úr New Look, buxur sem mér leið alltaf eins og milljón dollurum í þó þær væru í stærð 24, svarti kjóllinn sem ég var í
á síðasta Þollaradegi. Það er bara svo skrýtið hvað sjónarhornið breytist hjá manni. Og það er svo skrýtið að segja frá því en ég sakna þessara plagga stundum. Ég sakna þeirra reyndar ekki jafn mikið og mér finnst gaman að kaupa nýtt. Og vonandi get ég líka lagt þessum jakka fyrr en síðar. En ég ætla sko að gera mér aðra ferð til Auðar að kaupa hann þá í næstu stærð fyrir neðan. Klárlega uppáhaldsflík.

1 ummæli:

Asta sagði...

Juh, hvað þú ert óge'sla mikil skuuuuuutla :*