miðvikudagur, 25. ágúst 2010

(Nota bene, þetta er ekki ég á myndinni!)
Það er búið að vera ægilegt puð á mér að undanförnu, ég er búin að vera að mæta í ræktina allt í lagi með það, en það er bara ekki búið að vera gaman þar í dálítinn tíma. Þó að það væri aldrei spurning um að hætta að mæta, það kom ekki inn í jöfununa, en engu að síður þá vantaði allt stuð í mig. Ég ákvað því að það væri aftur kominn tími til að hrista upp í þessu öllu og fann þetta sex mánaða prógramm eftir langar rannsóknir sem ég byrjaði svo á í morgun. Ég bjóst við að bara það eitt að byrja á nýju setti væri nóg til að koma mér aftur í stuð þannig að ég var mjög hissa þegar ég vaknaði í morgun og var bara alls ekki í stuði. Ég skrönglaðist í tríkótí gallann og niður í tannburstun. Fann til hrágrautinn minn og hádegismatinn með hangandi hendi og puðaðist svo í lestina. Geispaði og gapaði og hugsaði með mér hvað þetta væri allt tilgangslaust. En ákvað svo í lestinni að fyrst ég væri ekki spennt og hress og í stuði í alvörunni þá myndi ég bara þykjast vera það. Ég laug að sjálfri mér að ég væri svona líka hress. Og svaraði svo þegar ég var spurð "how are you today?" "Fanbloodytastic". Byrjaði svo að hita upp og eftir mínútu eða svo var ég hætt að ljúga og komin í svona líka fínan gír. Svínvirkaði. Eftir upphitun tók ég tvö sett af hnébeygjum, 15 reps með 20 kílóa stöng og svo 15 reps með 10 kg viðbót. Tvö sett af armbeygjum á móti tveimur settum af sitjandi róðri með 40 kg lóð. Svo  tvö sett af step up með 10 kg lóðum á móti "prone jack knife". Þar setur maður hendur á gólf og sköflunga á bolta og rúllar svo hnjám að maga. Þetta var frábært og ég púlaði heilmikið, en hefði sjálfsagt getað tekið aðeins betur á því, ég gleymi því hvað ég er sterk og geri þessi reginmistök sem konur eiga mikið til að gera í ræktinni og tek ósjálfrátt upp Barbie lóðin. Ég hlakka nú til á föstudaginn þegar næsta æfing er plönuð og ég get bætt í þyngdir. Eftir þetta gat ég svo farið í vinnu blístrandi af alvöru kátínu. Haldiði að það sé munur?

1 ummæli:

Hanna sagði...

Þú drepur mig, þú ert svo dásamleg :-)

Elska þig sæta!

Knús
H