Slakiði báðar á sagði ég við sjálfa mig, ég fer niður og vigta mig og svo skulum við hugsa málið. Rölti mér niður og steig á vigtina. 100 grömm í mínus sem er fínt, ég gerði ekki ráð fyrir neinu öðru, ég er ekki vön að léttast mikið lengur en tvær vikur í einu. Ég horfði á sjálfa mig í speglinum og þuldi upp: "Í dag ætla ég ekki að borða neitt sem lætur mér líða illa. Í dag hef ég tekið ákvörðun að þessi dagur sé dagur sem þokar mér í átt að markmiðum mínum. Í dag er dagur sem ég ætla að berjast við drekann og ég ætla að sigra. Í dag ætla ég að vera stolt af sjálfri mér og öllu sem ég geri. Ef eitthvað er þess virði að gera, þá er það þess virði að gera það vel. Ég ætla að taka daginn í dag eftir minni bestu getu, ég ætla ekki að hugsa um morgundaginn." Mér leið aðeins betur og ég bað hlussuna afsökunar. Þetta verður sjálfsagt ekki hennar dagur. Engu að síður þá vantaði mig ennþá EITTHVAÐ. En eitthvað hvað? hugsaði ég með mér, settist í sófann í smástund og reyndi að gera æfinguna þar sem maður skilgreinir tilfinninguna áður en maður ræðst á Toblerone fjall. Ok, mig langar í eitthvað annað en hafragrautinn minn eða spírað brauð. En mig langar heldur ekki í eitthvað rugl. Mig langar til að setjast niður og borða eitthvað fallegt. Og þar kom það. Laugardagsmorgun, ég hef nógan tíma, mig langaði einfaldlega til að setjast niður, við borðið mitt, drekka gott kaffi og borða morgunmat með fjölskyldunni. Vá, hvað ég er fegin að ég skilgreindi þetta áður en ég leyfði hlussunni að ráða. Þannig að ég bjó til morgunverðareplapæ.
Morgunmatur í lagi. |
1/3 bolli hafrar blandaðir með teskeið af ýmsum fræjum og cacao nibs
1 mtsk gróf spelt
1 tsk olía
1/2 mtsk demerara sykur og allt hrært saman
hellingur af kanil og 1/2 mtsk demerara sykur
kanill og helmingi af sykrinum stráð yfir eplin og svo hafrablandan ofan á og inn í 180 ofn í 35 mínútur. Borið fram með grískri jógúrt og góðum kaffibolla. Og ég er núna alveg róleg og hress og til í að berjast við drekann í allan dag. Ég lofa engu um morgundaginn en svona er þetta bara. Þannig að ef að þið sem lesið haldið að ég láti þetta megrunarvesen líta út fyrir að vera auðvelt þá vona ég að ég hafi veitt smá innsýn inn í heilabúið á mér og átökin sem ég á í á hverjum einasta fokkings degi. Hlussan og Mjóa Tíkin eru ekki auðveldar í umgengni og báðar eru þær high maintenance. Það er ekki auðveld að feta þennan fátroðna meðalveg. En þetta er þess svo mikið virði að ég er tilbúin í þetta og ég er tilbúin til að gera þetta að eilífu. Sérstaklega nú þegar ég hef öll þessi vopn til að hjálpa mér í stríðinu. Og ég vona að þið öll eigið góðan dag í ykkar baráttu, hver svo sem hún er.
3 ummæli:
Orðlaus! Algerlega orðlaus!
Knús
H
Þú ert einfaldlega snillingur - TAKK FYRIR AÐ VERA TIL, BABAN MÍN :*
Hehehe, kannast við svona rökræður á morgnanna en aðallega hvort ég eigi að hunskast fram úr og hreyfa mig eða sofa aaaðeins lengur.
Þarf alltaf að spyrja sjálfa mig að því hvort ég vilji vera feit eða hvort ég vilji halda áfram að grennast. Það eru bara rúmar 7 vikur þar til ég fer heim um jólin og ógurlega verður gaman að koma fólki á óvart osfrv á meðan hin röddin segir bara "sooooofaaaaaa, þú átt það skilið".. :)
En ógurlega líður manni vel þegar mjóa tíkin vinnur rökræðurnar, á slíkum dögum finnst manni að maður geti allt! :)
Skrifa ummæli