laugardagur, 30. október 2010

Ógnvekjandi!
Þrátt fyrir ýmiskonar stress sem er yfirstaðið núna og ég nenni ekki að hugsa frekar um, léttist ég um hálft kíló í þessari viku og er hæstánægð. 94.8 kg. Það má kannski þakka öllum graskerjagrautnum sem ég er búin að vera að borða. Það er náttúrulega hrekkjavaka hér á morgun og allt fullt af graskerjum og nammi og allskonar skrauti í öllum verslunum. Við Lúkas skemmtum okkur konunglega við að skera út grasker og ég hafði hugsað mér að rista fræjin og nota kjötið í súpur og grauta. Ég hafði keypt mér dós með graskerspuré og alla vikuna setti ég góða slettu út í hafragrautinn minn ásamt kanil og vanilludropum. Svakalega gott og kom mér í gott hrekkjavökustuð. En þegar við Lúkas skárum toppinn af graskerinu verð ég að viðurkenna að mig langaði ekki að nýta það neitt frekar en sem skraut. Það var skrýtin lykt af því og ég einhvern vegin átti í erfiðleikum með að aðskilja mat og skraut. Ég var með samviskubit yfir því en ég henti engu að síður því sem við skúbbuðum út. Skrýtið á miðað við hvað mér fannst gumsið í dósinni gott, og ég tjékkaði á því, það var einunugis grasker í dósinni, enginn viðbættur sykur, þannig að það er ekki útskýringin. Allavega, hér er skreytt og fínt, til nammi til að gefa þeim sem koma og banka og Lúkas á svaka fínan beinagrindarbúning enda á leiðinni í partý í kvöld. Happy Hallowe´en!

Engin ummæli: