sunnudagur, 31. október 2010
Það er fátt eitt í heiminum skemmtilegra en að kaupa föt. Það er svo gaman að mér tekst svona nokkurn vegin að róa samviskubitið yfir að eyða pening sem ég á ekki til með að ég eigi þetta skilið og að það sé svosum betra að ég eyði i nýja flík en í kexpakka. Og þó ég hafi nú ekki látið það eftir mér í dag, þá var samt nokkuð ljóst að mig vantar nýja peysu. Ég fór í gallabuxur í morgun og greip inn úr skáp svarta rúllukragapeysu sem ég hafði ekki farið í í nokkra mánuði. Og hún var allt of stór. Sem er ekkert merkilegt. Merkilegra er að ég sá í fyrsta sinn vísindin sem liggja að baki því að barmfagrar konur eigi alls ekki að vera í rúllukraga. Ég hef að sjálfsögðu oft heyrt þetta og lesið en aldrei skilið hvað vandamálið var. Í dag sá ég það loksins. Hingað til hefur þetta ekki skipt neinu máli vegna þess að ég var bara einn samfelldur massi hvort eð var og það skipti litlu máli að brjóst og magi og háls runnu saman í eitt. En í dag hurfu allt í einu fallegu viðbeinin mín, brjóst og bringa urðu að einu ægilegu flæmi sem lagði bara áherslu á að enn er maginn of stór. Ojbara, ojbara, ojabara ullabjakk. Þetta var hrikalegt alveg hreint og mér finnst ólíklegt að ég fari í svona flík aftur. Nei, héðan í frá er það bara flegið niðrá nafla. Jebb, jebb, jebb.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Förum saman ad kaupa föt eftir hälfan mänud!!!
Skrifa ummæli