mánudagur, 1. nóvember 2010

5 kílóa vigt.
5 kíló. Það er ekki mikið. Tvö væn lambalæri. Stór poki af kartöflum. Tíu smjörlíkisstykki. Ekki mikið. 5 kíló eru líka það sem mig langar til að losa mig við fyrir 31. desember. 5 kíló á tveimur mánuðum. Það er ekki einu sinni eins og það sé eitthvað sem krefst kreisí megrunarkúrs. En ef ég léttist um 5 kíló þá verð ég 89 kíló sem þýðir að ég hafi lést um 10 kíló árið 2010. Og eftir velgengina 2009 og svo hversu hræðilegt árið 2010 er búið að vera þá vantar mig að geta sagt að eitthvað þess virði hafi gerst árið 2010. Og þessvegna ætla ég að kalla nóvember "no nonsense nóvember" og ásamt því að halda mínu striki í ræktinni ætla ég að taka mataræðið af enn meiri alúð núna þangað til mamma og pabbi koma í heimsókn. Halda matardagbókinni alveg út, leggja meiri natni í skiptingu á næringarefnum, vera með áætlun í gangi um helgar. Sýna smávegis hvað í mér býr.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært plan! No nonsense november er málið! Ég ætla að tala þig til fyrirmyndar og setja 5 kg þyngartap sem takmark fram að áramótum!! Takk fyrir gott og hreinskilið blogg.