laugardagur, 13. nóvember 2010
94 komma fokkings núll kíló, back of the net! Ég gæti ekki verið ánægðari. Og ég má til með að deila með ykkur enn einum hafragrautnum. Ég flysjaði og kubbaði eitt sölnað eplagrey og setti í pott. Með í pottinn fór teskeiðsslumma eða svo af ávaxtamauki og matskeið af vatni. Svo kryddaði ég vel með kanil og leyfði þessu að sjóða niður. Á meðan sauð ég hafragrautinn, ég vil hann þykkan, kornóttan og ósaltaðann og mjólkurlausan. En hver og einn verður að sjálfsögðu að gera upp við sig hverskonar hafragrautsmaður maður er. Svo settí ég grautinn í skál, tappa af vanilludropum út í og svo eplamaukið ofan á. Himnaríki í skál. Ég held að það sé ekkert í heimi hér í sem veitir mér jafnmikla vellíðan og góður hafragrautur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Elsku dúllan mín!!! Nú ertu búin að halda þér í 94 komma fokkings eitthvað í sirka ár og er það bara ekki frábært??? 97% væri búin að fara aftur í sömu þyngd og vigtin sýndi áður en nýi lífstíllinn hófst.Gætu að því góða mín (frasi frá Hemma rafyrkja). Vertu bara glöð!! Þú ert í hinum frábæra 3% hópi.
Ég er miður mín. Í kommentinu mínu eru tvær stafsetningarvillur. Veit ekki hvað er að gerast.
Skrifa ummæli