miðvikudagur, 3. nóvember 2010

Jógúrtprótein og kókos!
Þar sem ég stóð í sturtunni í morgun og skolaði af mér átökin (járnin og svo 24 squats, 12 lunges, 12 lunge jumps, 12 squat jumps x 2 og ég hélt ég myndi drééépast) tók ég eftir að sjampóið mitt fylgir mér eftir í lífstílnum. Já, ég nota sko Schwarztkopf Jógúrt og Kókóshnetu sjampó. Með viðbættu mjólkurpróteini og kókósolíu. Meira að segja hárið á mér fær auka prótein! Ertu ekki að taka þessu öllu of alvarlega elsku barn, hugsaði ég með sjálfri mér, þegar þú mátt ekki einu sinni fara í sturtu án þess að mæla út próteingrömm? Og talandi um prótein þá ligg ég núna upp í sófa eftir ótrúlega máltíð. Kannski ekki alveg það hollasta út af smávegis sykri en ef maður étur ekki á sig gat i þá má allt.

Setja saman í skál 1 bolla af kjúklingasoði, 2/3 bolla af balsamicedik, 1/4 bolla sykur, 1 mtsk ólívuolíu, 4 maukaða hvítlauksgeira og smá salt og pipar. Hræra þessu öllu saman og hella svo smávegis af þessu yfir útflattar kjúklingabringur. Ég var með 4 mjög litlar. Láta þær liggja í leginum í 10 mínútur. Hita smá olíu á pönnu og setja svo bringurnar á pönnuna. Brúna og hita í gegn. Passa sig á að halda þeim mjúkum og blautum, hella svo restinni af leginum út á pönnuna og klára að elda kjúllann. Taka svo kjötið upp úr sósunni og setja á disk og halda heitum. Leyfa soðinu að malla á pönnunni og hræra í öðruhvoru þangað til að breytist í sýróp. Á meðan það gerist útbúa kúskús og salat. Þegar sýrópið er tilbúið, það ætti að taka svona 10 mínútur, þá setur maður kúskús á disk, bringu ofan á og hellir smávegis af sýrópinu yfir og salat til hliðar. Það þarf bara eina góða skeið á hverja bringu. Þetta var svo gott að ég skil ekki alveg hvað ég var að hugsa að elda þetta á miðvikudagskveldi, þetta er greinilega laugardagsmatur, og ég myndi jafnvel segja nógu gott til að bjóða upp á í matarboði. En svona er maður bara alltaf grand á því.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Hvar færðu allar þessar frábæru mataruppskriftir? Er þetta allt saman þér í blóð borið eða ????? Nei, ég bara spyr!!

Harpa sagði...

Já, þetta eru alveg ótrúlega flottar uppskriftir hjá þér. Ummmmm