|
Láki Jones opnar pakka. |
Lúkas Þorlákur er 7 ára í dag. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, mér finnast ekki vera 7 ár síðan hann kom í heiminn og ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða mamma. Hann er sérstaklega vel heppnaður hjá okkur, þó ég segi sjálf frá, fallegur og góður, og afskaplega vel gefinn. Þó það taki mig sárt hversu tregur hann er til að tala íslensku þá finnst mér ennþá fyndið að hlusta á hann segja stór orð á ensku. Það er víst ekki nóg að hafa bara mömmu sem málsvæði til að ná að læra íslensku. Ég gerði, og geri, mitt besta en verð að játa mig sigraða i þeirri baráttu. Þó það sé auðvitað gaman fyrir mig að geta kallað mig málsvæði. Öll helgin er plönuð í afmælisfögnuð, pakkar opnaðir í morgun við mikil fagnaðarlæti, svo á að fara í bíó að sjá Despicable Me ásamt að fá að eyða afmælispening í "Rauðu Dótabúðinni" og svo afmælispartý á Jelly Totz með vinum úr skólanum á morgun. Þar er hægt að hlaupa, klifra og hoppa og keyra um á go-kart bílum og farið í leiki og ýmislegt fleira. Og auðvitað auðvelt og þægilegt fyrir foreldrana. Ég þarf bara að baka kökuna. Er búin að plana að baka köku sem er eins og einn stór Legó kubbur enda Legó skemmtilegast í heimi að mati afmælisbarnsins. Já, hann var mikið lukkulegt slys hann Láki minn.
(Vigtin segir 95.3, hálft kíló í plús þrátt fyrir mikla vinnu og fyrirhöfn í vikunni. Eins og líkami minn neiti að fara niður fyrir 95. It´s time to call in the professionals. Watch this space.)
2 ummæli:
Elsku vinkona! Hjartanlega til hamingju með fallega og frábæra drenginn þinn.
Knús í hús,
Ólína
Innilega til hamingju með drenginn þinn og þennan stóra dag :D. Stórt knús og margir kossar á ykkur öll :D
Skrifa ummæli