þriðjudagur, 2. nóvember 2010

Myndavélin mín er búin að gefast upp. Myndirnar sem ég hef tekið að undanförnu eru alltaf úr fókus og ég er búin að ákveða að það er ekki mér að kenna, heldur er það myndavélin. Ég er smávegis fegin því hún er geðveikt hallærisleg, hún er sko kassalöguð en ekki flöt eins og allar myndavélar eru núna. Hún er bara einu stigi fyrir ofan myndavél með flasskubbi. Þannig að vonandi fæ ég nýja í afmælis- eða jólagjöf. Allavega, myndavélaleysið gerir það að verkum að ég á ekki myndir af morgun- og hádegismatnum í dag. Ó, boj ó boj. Hveitlaus pönnukaka er aðalmálið ákkúrat núna. 1 heilt egg og 2 eggjahvítur hrærðar saman við tæplega hálfa teskeið af lyftidufti. Svo smellt á smurða pönnu á vægum hita og leyft að bakast í gegn. Útkoman er eins og crépe eða pönnukaka frekar en ommiletta og svo má hver og einn setja fyllingu eins og vill. Ég eldaði þetta í gærkveldi og geymdi svo bara inni í ísskáp, setti svo banana og hnetusmjör á pönnsuna og rúllaði upp í morgunmat. Stal smá bút og setti ofan á avókadó-chilisultu þýska brauði sem ég borðaði í hádeginu. Alveg geggjað. Möguleikarnir eru endalausir, ávextir og jógurt, sinnep og ostur, sætt eða savoury, bara það sem manni dettur í hug. Og maður á alltaf að gera það sem manni dettur í hug.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég stel þessari uppskrift, hljómar vel :-) þú lítur rosvel út og gaman að fylgjast með kraftinum í þér, þekki vel þennan púka á öxlinni og að díla við sjálfan sig það er ekki alltaf auðvelt en allt er þetta hægt
baráttukveðjur kolla

Guðrún sagði...

Drífum okkur í myndavélabúð. Mig vantar nýja vél og afmælis-og jólagjöf handa e-m sem ég þekki.

murta sagði...

Mamma! Þú ert nú bara kaupaóð! I Love it! ;)