laugardagur, 27. nóvember 2010

Nú erum við að nálgast alveg nýtt svæði. 92.9 í morgun og það er sko svo sannarlega tala sem ég hef ekki séð áður. Mig minnir að ég hafi verið 89 í byrjun 9. bekkjar og svo náttúrulega grenntist ég heilmikið það árið, en ég man engar tölur. Við getum því fullyrt að talan 92 eitthvað er alveg ný. Og velkomin. Að hugsa með sér; lakkrís og nóakropp, pizza og harðfiskur, smá bjór og rauðvín og ég léttist samt. Er þetta ekki æðislegur megrunarkúr? Ég hef  núna lokið 63% verkefnisins og er 26% minni að rúmmáli en ég var í upphafi. 26% af sjálfri mér bara horfin. Mig langar meira að segja til að segja að ég er örugglega léttari en þetta því ég er svo uppfull af hori að það eitt vegur örugglega um kíló. Mikið er leiðinlegt að vera með hor. Ég fann ekkert bragð af kotasælubombunni minni í gærkveldi og ég uppfylltist kvíða og depurð við tilhugsunina um að kannski verð ég enn með hor á sunnudaginn og hver er þá tilgangurinn í að borða vitleysu þá? Og mig langaði bara til að leggjast niður og gefast upp þetta var svo hræðileg tilhugsun. Þannig virkar heilinn í mér. Lífið er hreinlega ekki þess virði að lifa ef ég finn ekki bragð af mat. Og ég stend við þetta. Ekki misskilja mig. Ég elska holla, bragðgóða matinn minn og ég vil heldur borða hann. 95 % tímans. Hin 5 prósentin fær hlussan og hún er bara hluti af mér sem verður líka að fá að njóta lífsins.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær árangur, til hamingju! Þú ert mér alger fyrirmynd, þrátt fyrir að ég þekki þig ekkert nema héðan.