sunnudagur, 28. nóvember 2010

Svartur er hann og gómsætur eftir því.
Þetta var ég að dúlla mér við í eldhúsinu í gærkveldi; Parmesanblómkáls"brauð"fingur. Og þetta var bara ljúffengt með Balsamickjúllanum mínum á blómkálsbeði. Þessi blómkálsgleði mín ætlar bara engan endi að taka og við tökum því bara fagnandi. En þetta er máltíð gærdagsins og í dag hugsum við um annað og meira spennandi. Velskt lambakjöt með roasties og yorkshire pudding. Já nú á þessum fyrsta sunnudegi í aðventu fær vitleysismáltíðin hefðbundna breska yfirhalningu með einu íslensku rauðkáli. Eða kannski norsku. Við Láki erum búin að ná í jólakassann og meðan lambið snýst á sínum teini ætlum við að bjóða jólin velkomin hingað á Plas Cerrig. Jólin eru sá tími sem mér finnst húsið njóta sín best, það er afskaplega picture perfect jólakofi, hvað svo sem má segja ljótt um það annan árstíma. Meira að segja "Bah Humbug" Dave er í stuði og búinn að setja jólatónlist á fóninn fyrir okkur. Úti er snjór en inni er hlýtt og ég er svona nokkuð viss um að lífið verði ekki betra en þetta. Jú, kannski á meðan ég er að borða restina af lakkrísnum. Þá verður það ekki betra.

Engin ummæli: