sunnudagur, 28. nóvember 2010
Svona smá afterthought nú þegar restin af lakkrísnum og Nóakroppinu hefur verið ryksugað upp yfir X-factor úrslitunum; hvað er "eðlilegur" skammtur af nammi? Hvað myndi náttúrulega grönn manneskja með engar sérstakar vangaveltur um mat og samband sitt við hann sem samt nýtur þess að borða nammi öðruhvoru kalla "eðlilegan" skammt af sælgæti? Ég er bara svona að velta því fyrir mér þar sem ég horfi á tóma skálina. Er ég enn að fara yfir strikið þó svo ég fylgi prógrammi allan sunnudaginn en borða svo nammi á sunnudagskvöldi? Er ég enn að skemma fyrir mér með óeðlilegu magni?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég held að ég geti ekki svarað því, enda er nammiskammturinn minn Ólympískur.
En að því sögðu þá á ég ekki séns í sama magn og gömlu feitu dagana því mallinn þó vel teygjanlegur sé ennþá höndlar bara ekki sykurinn í svona magni.
Þegar maður borðar hreint í mörg ár þá "afeitrar" maður skrokkinn og hann á erfitt með að vinna úr óbjóðinum.
Þú ert ekki að eyðileggja fyrir þér með að slafra í þig slurki af Nóa Kroppi og lakkrís, svo lengi sem það er ekki poki af hvoru.
Skrifa ummæli