mánudagur, 29. nóvember 2010

Haframúffurnar mínar eru núna Breyttar og Endurbættar! Mér dettur alltaf í hug kötturinn Grettir þegar ég sé New and Improved! Hann hafði áhyggjur að hann hefði þá verið að borða old and inferior áður. En múffurnar mínar voru fínar eins og þær voru en núna eru þær rosalega góðar. Ég skipti út mjólkinni fyrir náttúrulega jógúrt og maukaði saman við bananann með töfrasprota. Og bakaði aðeins styttra. Og þær eru stökkar og sætar að utan, mjúkar og heitar að innan og ég sofna spennt af tilhlökkun að fá þær í morgunmat. Þetta kalla ég sko lystina að lifa.

Engin ummæli: