þriðjudagur, 30. nóvember 2010

Vel búin á hádegisrölti.
Ég er ægilega lukkuleg með að vinna í Chester. Það er ekki gaman að þurfa að ferðast þangað en daglegt rölt mitt um borgina í hádegishléinu bætir mér upp skaðann. Chester er með fallegri borgum sem ég hef séð, og þar er gott að borða, gott að versla, margt sögulegt að sjá og skemmtilegt andrúmsloft. Ég sé alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og skemmtilegast finnst mér að leita að ártölum á húsum. Það elsta hingað til er 1247. Ég held að Íslendingar séu alltaf smá svag fyrir gömlum arkítektúr af því að við eigum ekkert alvöru gamalt. Bara Eyrarbakka. Í dag fór ég inn í "Browns of Chester" sem er voðalega fín verslun. Og þar skoðaði ég há stígvél vegna þess að þessi sem ég keypti í fyrra eru ónýt. Og komst að því að ég get auðveldlega rennt upp hnéháum leðurstígvélum sem eru EKKI með neinni teygju. Ég er með eðlilega kálfa. Risastóra trúðafætur ókei en kálfarnir, 100% eðlilegir. Og það gerir mig enn lukkulegri með að rölta um Chester.

3 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Oh heppin, ég er með allt annað en venjulega kálfa, ég er 177 cm og í dag veg ég 85 kg en ekki séns fyrir mig að komast í venjuleg stígvél. Fann um daginn mín FYRSTU hnéháu stígvél en þau voru með extra víða kálfa. Ég er samt ógurlega lukkuleg með þau og spígspora um stræti Tokyo í þeim.

Innilega til lukku með 92 kg-in, ekkert smá glæsilegt hjá þér og ég hlakka til að sjá mynd sem segir 90! :)

Bestu baráttukveðjur frá Tokyo

murta sagði...

Heyrðu Inga Lilý! Varstu ekki 95 síðast þegar þú kvittaðir? :) Rosalega gengur þér vel! Hat off to you madam, hat off ;)

Inga Lilý sagði...

Jú, var ca 93-95 kg. Stóð í stað í allt sumar en tók mig á þegar fór að hausta og hitinn hætti að vera yfir 30 gráður daglega. Þegar maður getur bara æft úti er ekkert spes að leggjast í langhlaup og stífar æfingar þegar liggur við yfirliði bara rétt við það að vera til.

Mætti samt taka þig til fyrirmyndar í mataræðinu, er bara svo assgoti löt að ég nenni ekki að spá í það á meðan vigtin þokast niður á við! :)

En þú ert að standa þig ekkert smá vel og bloggið þitt er hluti af daglega bloggrúntinum! :)

Segi bara go go go :)