fimmtudagur, 23. desember 2010

Bévítans óheppni að hafa nælt sér í kvefóáran þegar ég var veðurteppt á leið í vinnu/rækt í gær. Ég er núna búin að koma mér upp svetti hér heima, er í öllum lopapeysunum sem hafa verið prjónaðar á mig, undir sæng og bryð aspirín eins og um Nóakonfekt væri að ræða. Ég ætla EKKI að missa af jólaveislunni á morgun. Porcini and Sweet Chestnut súpa, hamborgarhryggur með sykurbráð, sykurgljáðar kartöflur, sætur rjómagrautur, sykursætt konfekt (er þema í þessu hjá mér?) og sweet, sweet malt og appelsvín. Ohhhhh malt og appelsín, það sem ég hlakka til. Aðventuna tók ég af festu, einurð og skynsemi og sé ekki eftir neinu, saknaði einskis, en ég ætla líka að fá verðskuldað frí frá lífstílnum á morgun og leyfa hlussunni bara að taka yfir. Hún á það skilið þessi elska. Ég er líka strax farin að hlakka til að mæta aftur í rækt á þriðjudaginn og er tilbúin með sykurlausan brjóstykur til að trappa mig niður eftir ofneyslu. "Svona smávegis eins og meþódón fyrir heróínsjúkling" djókaði Dave þegar hann sá mig setja pakkann upp í skáp. Ekkert að því að plana smávegis fram í tímann og ég veit ég verð fegin að geta stungið þessu upp í mig ef sykurþörfin fer alveg með mig þegar veislunni lýkur. Ég komst þetta langt á skipulaginu sko.

Engin ummæli: