föstudagur, 24. desember 2010

91 kíló í morgun og þar með nokkuð útséð með að það eru litlar líkur á 10 á 2010. Mér er eiginlega alveg sama, aftur fóru sentimetrar af öllum svæðum, þar með töldum stelpunum sem brátt fara að missa titilinn stærstu brjóst í Evrópu. Það er bara ekkert eftir af þeim. Kvefluðran ekkert að pirra mig of mikið, ég finn ajax lyktina þannig að ég hlýt að finna bragð af veislunni í kvöld. Mikið voðalega sem ég hlakka til. Og ætla að nota tækifærið til að óska ykkur öllum sem hafa fylgst með mér og hvatt mig áfram með fallegum kommentum gleðilegra og bragðgóðra jóla. Ástarþakkir.

1 ummæli:

ragganagli sagði...

Gleðileg jól dugnaðarforkur. Vonandi nærðu kvefdruslunni úr þér til að geta rifið í járnið af krafti aftur.