sunnudagur, 5. desember 2010

Það er með ólíkindum hvað maður er snöggur að koma sér upp rútínu, hefðum og siðum. Hefðir og siðir móta allt okkar lif og oft þannig að maður tekur ekki eftir eða hugsar mikið út í þá. Þannig detta mér alltaf í hug handklæðin hennar ömmu. Amma kenndi mömmu að brjóta saman handklæði á alveg sérstakan máta og svo kenndi mamma mér að brjóta þau saman í þetta sama brot. Og ég stóð í þeirri trú að þetta væri eina viðurkennda aðferðin til að brjóta saman handklæði og að öðruvísi samanbrotin myndu þau ekki standast skoðun í húsmæðraskólanum. Og braut mín saman þannig árum saman. Einhverju sinni innti ég svo eftir því af hverju þetta væri betra samanbrot en eitthvað annað og þá kom í ljós að eina ástæðan fyrir þessu sérstaka broti var að svoleiðis pössuðu þau inn  í skáp sem amma hafði einhver tíman átt. Það skiptir engu máli  hvernig þau eru samanbrotin, bara að þau séu hrein og þurr. Svona ramblar maður í gegnum lífið án þess að spyrja sjálfan sig af hverju geri ég þetta svona en ekki hinsegin og hvað gæti ég gert betra en ég geri akkúrat núna. Þannig er ég búin að ákveða að ég ætla að nota tækifærið í rútínubreytingunni í vikunni og spyrja sjálfa mig hvort ég geti gert eitthvað betur en ég geri það núna. Og jafnvel gera aðeins betur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki álíka og sagan um fólkið sem hóf búskap og voru ekki ásátt um hvort ætti að skera hamborgahrygginn í tvo parta áður en hann færi í ofninn. Þegar mamman spurði móður sína sagði hún að það væri vegna ömmunnar. Amman var spurð og það kom í ljós að hún gerði þetta því ofninn var of lítill fyrir ham.hryggin heilan. Dásamleg saga :)

Bloggið þitt er frábært :D Reglulega sem ég heyri klingja í hausnum á mér .. þekki sumt svo vel.